
Páll Kristjánsson Mynd AOTh.
Páll Kristjánsson fæddist í Eyjafjarðarsýslu árið 1858. Kjærnested eða Kernested vestra. Dáinn í Narrows byggð 14. febrúar, 1932.
Maki: 1) Sesselja Friðríksdóttir f. í Skagafjarðarsýslu árið 1859 2) Guðný Jóhannesdóttir f. 11. september, 1862, d. 3. mars, 1904 3) Snjólaug Jónsdóttir
Börn: Með Sesselju 1. Kristján f. 1874, d. 1882. Með Guðnýju 1. Karl Kristján 2. Gustav Adolph 3. Vilhelm Axel 4. Jóhannes f. 27. September, 1895 5. Þorbjörg Sesselja 6. Þórdís. Með Snjólaugu 1. Katrín
Páll og Sesselja fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 og settust að í Nýja Íslandi. Þaðan lá leiðin suður til N. Dakota þar sem Sesselja og Kristján litli dóu. Páll og Guðný fluttu í Lundarbyggð í Manitoba árið 1889 og þaðan norður í Narrowsbyggð árið 1892.
