Paul P Bardal

ID: 16387
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1889

Paul P Bardal Mynd VÍÆ I

Paul Pálsson fæddist í Winnipeg 5. nóvember, 1889. Bardal vestra.

Maki: 1) Anna Jónsdóttir f. 1896, d. 5. febrúar, 1920 2) Oddný Sigríður Jónsdóttir f. í Winnipeg 29. september, 1893, d. 6. júní, 1942.

Börn: Með Oddnýju 1.Sigrid Margrét f. 29. maí, 1930.

Paul var sonur Páls Sigurgeirssonar og Halldóru Björnsdóttur í Winnipeg. Þar bjó Paul alla tíð. Hann gekk þar í Grunn- og miðskóla og að námi loknu varð hann útfararstjóri með frænda sínum Arinbirni Bardal. Hann var virkur í samfélagsmálum og lét málefni íbúa borgarinnar sig miklu varða. Hann sat í borgarráði árin 1932-1942 og var þá formaður ýmissa nefnda borgarstjórnar. Var hann varaborgarstjóri 1936-41. Hann sneri sér að málefnum fylkisins þegar ferli hans í borgarstjórn lauk. Hann var kjörinn þingmaður Winnipeg árið 1941-45 og 1949-53.  Alla tíð var hann mikill söngmaður, var söngstjóri karlakórs Íslendinga í borginni í mörg ár og stjórnaði blönduðum kór landa sinna á sama tíma.