ID: 6661
Fæðingarár : 1832
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1910
Pétur Árnason fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1832. Hann dó í Nýja Íslandi árið 1910.
Maki: 1) Una Þorvaldsdóttir d. í Nýja Íslandi 1876-77. 2) Guðrún Sigurðardóttir.
Börn: Með Unu 1. Árni f. 1866 2. Anna Guðrún f. 1870 3. Kristín f. 1874. Pétur átti son utan hjónabands. 1. Sigurður f. 1862.
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 og fóru til Nýja Íslands. Bjuggu fyrsta veturinn í Sandvík norður af Gimli. Pétur flutti til Winnipeg og bjó þar í þrjú ár. Fór þaðan í Árnesbyggð í Nýja Íslandi og bjó þar síðan.
