ID: 15113
Fæðingarár : 1884
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1953
Pétur Árnason fæddist 28. nóvember, 1884 í N. Múlasýslu. Dáinn í Minnesota árið 1953. Petur Magnuson vestra.
Maki: Sigurbjörg Ríkharðsdóttir f. 1888 í Minnesota. Bertha vestra.
Börn: 1. Herbert Sigurður f. 30. janúar, 1911 2. Iva Sigurbjörg f. 10. maí, 1912 3. Richard Allan f. 22. nóvember, 1915, d. 5. maí, 1916 4. Richard Arlon f. 18. desember, 1920.
Pétur flutti vestur árið 1887 með foreldrum sínum, Árna Magnússyni og Sigurbjörgu Árnadóttur. Þau settust að í Lincoln sýslu í Minnesota og þar ólst Pétur upp. Sigurbjörg var dóttir Ríkharðs Jóhannssonar og Herborgar Sigurðardóttur sem settust að í Minnesota árið 1887. Pétur og Sigurbjörg bjuggu á landi sínu norður af Taunton í Lyon sýslu en fluttu til Minneota árið 1925.
