
Fremst: Guðrún, Elísabet og Árni. Mið: Pétur, Kristbjörg og aftast Emily (varla sést), Gróa Ingibjörg, Clara og William. Mynd WtW
Pétur Árnason fæddist 27. október, 1864 í Húnavatnssýslu. Dáinn í San Diego í Kaliforníu árið 1932.
Maki: 1) Gróa Hallgrímsdóttir f. 1861, d. 1889 í Saskatchewan 2) Helga Ragnheiður Andrésdóttir f. í Mýrasýslu árið 1872, d. 1911 í Winnipeg 3) Kristbjörg Sigurgeirsdóttir f. 1872 í S.Þingeyjarsýslu, d. í Blaine í Washingtonríki árið 1979.
Börn: Með Gróu 1. Hallgrímur f. 1889 í Saskatchewan. Þau misstu fjóra syni. Með Helgu 1. Gróa Ingibjörg f. 21. júlí, 1901 2. Mildríður Sólborg f. 30. júní 1902 3. Andrea Lára f. 19. ágúst, 1903 4. Margrét Emily f. 9. september, 1904 5. Clara Elenora f. 29. september, 1905 6. Árni f. 9. september, 1906 7. Guðný Sigríður f. 28. október, 1907, d. 1908 8. William John f. 29. desember, 1908. Helga átti fyrir Júlíönu Kolfinnu Jóhannesdóttur f. 1896. Með Kristbjörgu 1. Elisabet Kristbjörg f. 18. ágúst, 1914 2. Guðrún Hecla f. 8. desember, 1915.
Pétur fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1882. Þar vann hann ýmsa vinnu næstu árin en eftir að hafa kvænst Gróu fluttu þau saman í Þingvallabyggð í Saskatchewan árið 1888. Hann flutti með Hallgrím litla í Lundarbyggð og nam þar land. Bjó í byggðinni til ársins 1920 en flutti þá til Selkirk. Eftir stutta dvöl þar árið 1924 flutti hann með Kristbjörgu og yngstu börnum til Kaliforníu.
