Pétur Hanson fæddist í Danmörku 1846. Petur Hanson eða Hans P. Hanson vestra.
Maki: Klementína Ingibjörg Magnúsdóttir f. 1863 í Húnavatnssýslu. Emma eða Clementina Hanson vestra.
Börn: 1. Emil f. 1886 2. Clements W f. 1888 3. Magdalena Laura f. 1890 4. Albert George f. 1893.
Klementína flutti vestur til Kanada árið 1875 með föður sínum, Magnúsi Brynjólfssyni, konu hans, Elísabetu Klemensdóttur og hálfsystkinum. Þau settust að í Marklandi og nefndu sitt landnám Bólstaðarhlíð. Þaðan lá leiðin vestur til N. Dakota. Ekki er ljóst hvar leiðir Péturs og Ingibjargar lágu saman, hún mun líklega hafa farið til Duluth í Minnesota upp úr 1883 og þar fæðast börn þeirra. Heimild vestra segir Pétur hafa átt íslenska móður en danskan föður. Um vesturför hans er ekkert vitað en í manntali í Minnesota árið 1895 býr hann í Duluth með Klementínu og börnum og starfar við skósmíði. Hjá þeim er skráð einhver Sadie Brynjolfson sem gæti verð Sigríður hálfsystir Klementínu.
