Pétur Jónsson

ID: 6537
Fæðingarár : 1853
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1926

Pétur Jónsson fæddist á Hóli í Skagafjarðarsýslu 10. apríl, 1853. Dáinn 29. júlí, 1926 í N.Dakota. Skrifaði sig Hillman (Hóll) vestra.

Maki: 1) Ólöf Kjartansdóttir f. 1843 2) 1885 Valgerður Sigurðardóttir f.26. september, 1854 í Dalasýslu, d. 26. maí, 1929.

Börn: Með Ólöfu 1. Rögnvaldur Gísli f. 1872. Ólöf átti fyrir Maríu Rögnvaldsdóttur f. 1867. Með  Valgerði 1. Stone f. 17. júní, 1885 2. Pétur Bjarni f. 6. ágúst, 1886 3. Jakobína Guðrún f. 30. október, 1889 4. Una Margrét f. 4. ágúst, 1891 5. Sigurður Theídór f. 16. júlí, 1893 6. Valgerður Kristín f. 21. maí, 1897 7. Egill Finnbogi f. 29. nóvember, 1900.

Pétur flutti vestur til Ontario árið 1874  ásamt Ólöfu, Jóni bróður sínum,öldruðum föður, Jóni Rögnvaldssyni. Þau fóru fyrst til Kinmount þaðan lá leiðin í Markland í Nova Scotia þar sem þau bjuggu í Laufskógum en 1880 fluttu þau vestur til Winnipeg í Manitoba. Ári seinna nám svo Pétur land í Akrabyggð í N. Dakota.

Hús Péturs Hillman, fjölskyldan fyrir framan. Mynd SÍND