Pétur Sigurðsson fæddist í Dalasýslu 7. júní, 1863. Dáinn 15. september, 1940. Jacobson vestra.
Maki: 1) Guðrún Þorkelsdóttir Scheving f. í S. Múlasýslu árið 1861 d. árið 1888 í N. Dakota. 2) Anna Eiríksdóttir f. 26. febrúar, 1868 í S. Múlasýslu, d. 10. júlí, 1944.
Börn: Með Guðrúnu 1. Páll f. í Pembina 6. nóvember, 1883, d. 21. maí, 1933 2. Ólöf Sigurrós (Rosa).
Pétur fór vestur með foreldrum sínum, Sigurði Jakobssyni og Sigríði Teitsdóttur til Ontario í Kanada árið 1873 og bjuggu þau í Collingwood út við Georgian flóa. Þaðan lá leiðin til Nýja Íslands árið 1875 og bjuggu þar til ársins 1879 en þá fluttu þau til N. Dakota. Pétur flutti í Big Point byggð árið 1895 og bjó þar í fjögur ár en nam þá land í Big Grass byggð og bjó þar til ársins 1911. Þá sneri hann aftur í Big Point byggð. Guðrún fór vestur árið 1876 með móður sinni, Ólöfu Einarsdóttur og stjúpföður, Einari Bjarnasyni. Anna fór vestur árið 1886 með móður sinni, Ingibjörgu Einarsdóttur, stjúpföður sínum Þorsteini Jónssyni og fjölskyldu.
