
Pétur Valgarðsson Mynd FVTV

Guðrún Soffía Jónsdóttir Mynd FVTV
Pétur Valgarðsson fæddist í Reykjavík 31. desember, 1843. Dáinn 14. október, 1918. Peter Valgardson í Utah.
Maki: 1) Kristín Markúsdóttir f. 7. nóvember, 1833 í Árnessýslu, d. 1. nóvember, 1880 2) 17. nóvember, 1881 Guðrún Soffía Jónsdóttir f. í Vestmannaeyjum 25. janúar, 1863, d. 5. febrúar, 1893. Soffia Valgardson í Utah. 3) 10. janúar, 1894 Jóhanna Jónsdóttir f. 2. maí, 1849 í Vestmannaeyjum. Dáin 16. mars, 1916.
Börn: Með Guðrúnu 1. Vilmina Christina f. 3. september, 1882, d. 2. janúar, 1952 2. William f. 10. september, 1884, d. 16. október, 1960 í Taber í Alberta, Kanada 3. John f. 11. apríl, 1886, d. 16. maí, 1955 í Taber í Alberta 4. Walter f. 3. apríl, 1887 5. Walter Albert f. 11. ágúst, 1888, d. 30. maí, 1949 6. Edward f. 13. janúar, 1891, d. 17. ágúst, 1891 í Spanish Fork 7. Ephraim f. 12. janúar, 1891, d. 26. október, 1950 8. Sophia f. 1893, d. 1895. Með Jóhönnu 1. John Peter f. 22. janúar, 1895.
Pétur og Kristín fóru til Spanish Fork í Utah árið 1876. Guðrún fór þangað vestur frá Vestmannaeyjum árið 1874 og Jóhanna fór vestur 1891. Nokkur hreyfing var á Íslendingum í Utah upp úr aldamótum, nýtt fylki í Kanada, Alberta, var í mótun og þangað fluttu allmargir m.a. Pétur og Jóhanna. Þau sneru til baka til Spanish Fork um 1908 eftir nokkurra ára dvöl í Taber í Alberta, Kanada.
