
Séra Philip Pétursson Mynd VÍÆ I
Philip Markús Ólafsson fæddist í Roseau sýslu í Minnesota 21. október, 1902.
Maki: 26. september, 1926 Þórey Sigurgrímsdóttir f. 20. desember, 1903 í Winnipeg.
Börn: 1. Anna Sigurveig f. 16. júlí, 1927, d. 29. janúar, 1957 2. Philip Ólafur Hallgrímur f. 18. september, 1928.
Philip flutti með foreldrum sínum, Ólafi Péturssyni og Annie Azelia McNab vestur til Saskatchewan þar sem þau bjuggu fyrst í Kristnesi og seinna í Foam Lake í Vatnabyggð. Þaðan lá svo leiðin 1912 til Winnipeg. Hann gekk í barnaskóla í Foam Lake, miðskóla í Winnipeg og þar lauk hann kennaraprófi árið 1923. Hann stundaði nám við University of Manitoba 1925 og University of Chicago 1926-1929. Árið 1932 lauk hann svo guðfræðiprófi frá Meadville Theological School í Chicago. Sjá meir um Philip í Atvinna að neðan.