Ragnar Á Stefánsson

ID: 17313
Fæðingarár : 1888
Dánarár : 1960

Ragnar Ágúst Stefánsson Mynd VÍÆ I

Ragnar Ágúst Stefánsson fæddist í Víðidal í Húnavatnssýslu 12. ágúst, 1888. Dáinn í Winnipeg 21. mars, 1960.

Ókvæntur og barnlaus

Líkt og Gunnbjörn, bróðir hans, gekk Ragnar menntaveginn. Hann stundaði nám í Flensborgarskóla í Hafnarfirði, las 4. og 5. bekk menntaskóla hjá séra Guðmundi Einarssyni í Ólafsvík veturinn 1910-11. Gerðist svo kennari haustið 1911 við unglingaskóla á Akranesi og kenndi í tvö ár. Árið 1913 flutti hann vestur til Winnipeg þar sem hann bjó eftir það. Hann innritaðist í kanadíska herinn árið 1916 og gegndi herþjónustu alla fyrri heimstyrjöldina. Í Winnipeg varð hann kunnur leikari og lék með Leikfélagi Sambandssafnaðar í fáein ár. Hann orti nokkuð og voru sum ljóða hans birt í vikublöðunum og Tímariti Þjóðræknisfélagsins. Þá þýddi hann sögur sem birtar voru í Heimskringlu t.d. The Eyes of the World frá 1920-24.