Ragnar Jónsson

ID: 19965
Fæðingarár : 1909
Dánarár : 1988

Ragnar Jónsson Mynd Mbl 28.apríl, 1988

María Sveinbjörnsdóttir Mynd VÍÆ IV

Ragnar Jónsson fæddist í N. Múlasýslu 13. mars, 1909. Tók föðurnafn föður síns, skrifaði sig Ragnar Stefánsson. Dáinn á Íslandi 19. apríl, 1988.

Maki: 1) 6. mars, 1937 Mildred Elizabeth, þau skildu 2) 20. mars, 1948 María Viktoría Sveinbjörnsdóttir f. 11. ágúst, 1914.

Börn: Með Mildred 1. David Ragnar f. 26. mars, 1938 2. Mildred Elizabeth f. 18. júlí, 1941. Með Maríu 1. Solveig f. 18. apríl, 1948 2. John Sveinbjörn f. 5. febrúar, 1950 3. Stefán Brandur f. 29. október, 1954.

Foreldrar Ragnars voru Jón Stefánsson og Solveig Jónsdóttir í Maryland. Ragnar fór vestur árið 1919 með móður sinni og gekk í menntaskóla. Las lög á árunum 1934-35 og 1939-40. Hann var skráður í herinn árið 1926 til ársins 1935. Aftur gekk hann svo í herinn 1939-40 og var svo í herþjónustu frá 3. janúar, 1941-30. september, 1960, lengi á Íslandi. Settist að á Íslandi árið 1961 og bjó þar til æviloka. Bjó á Akureyri þar sem hann kenndi við M.A. frá 1964, flutti seinna með Maríu til Hafnarfjarðar. María var dóttir Sveinbjörns Kristjánssonar og Daníelínu Brandsdóttur á Ísafirði. Hún varð gagnfræðingur þar, lærði í Danmörku á árunum 1938-40, flutti þá til Ísafjarðar og kenndi við barnaskólann og gagnfræðiskólann.