
Ragnhildur Sveinsdóttir Mynd Heima er bezt
Ragnhildur Sveinsdóttir fæddist 25. desember, 1857 í S. Múlasýslu. Dáin í San Diego 25. desember, 1934.
Maki: 1) Stefán Árnason f. 27. janúar, 1850, d. á Íslandi 8. júní, 1895 2) Gunnlaugur Jóhannsson f. 1874 í S. Múlasýslu.
Börn: Með Stefáni 1. Sveinn f. 1879 2. Jóhanna f. 1880 3. Ósk f. 1884 4. Guðný f. 1888 5. Elísabet f. 1893. Með Gunnlaugi 1. Jóhann Ólafur f. 1898 2. Lára Hildur f. 1899 3. Benedikt Sveinn f. 1901.
Ragnhildur og Gunnlaugur fluttu vestur með börn sín þrjú árið 1903. Ennfremur fóru með þeim þær Ósk og Elísabet, dætur Ragnhildar og Stefáns. Voru fyrst í Manitoba en fóru svo vestur að Kyrrahafi þar sem þau settust að í Washingtonríki. Bjuggu þar allmörg ár áður en þau fluttu til San Diego í Kaliforníu.
