
Mary Hill skóli. Hér kenndi Rannveig árin 1917-1919. Auk þess sat hún í skólanefnd skólans í 12 ár. Mynd WtW

Rannveig Dorothea Björnsdóttir Mynd VÍÆ I
Rannveig Dorothea Björnsdóttir fæddist í Grunnavatnsbyggð í Manitoba 13. sept. 1891.
Maki: 23. febrúar, 1923 Björgvin Guðmundsson f. í Lundarbyggð 28. júlí, 1894. Dáinn þar 20. apríl, 1956.
Börn: 1. Valtýr Emil f. 28, janúar, 1924 2. Björn Ágúst f. 3. ágúst, 1927 3. Guðmundur Leslie f. 26. júlí, 1928.
Rannveig var dóttir Björns Þorsteinssonar og Þuríðar Hjálmsdóttur sem vestur fluttu árið 1887. Rannveig gekk menntaveginn lauk miðskóla í Lundar og fór í kennaranám í Winnipeg. Lau prófi árið 1915 og fór strax að kenna í heimabyggðinni og kenndi til ársins 1923. Björgvin var sonur Guðmundar Guðmundssonar og Mekkín Jónsdóttur landnema í Álftavatnsbyggð í Manitoba árið 1894. Björgvin var bóndi í Lundarbyggð, þar hét Borg.
