
Rannveig Ólafsdóttir Briem Mynd VÍÆ IV
Rannveig Ólafsdóttir fæddist 2. ágúst, 1853 í Eyjafjarðarsýslu. Dáin 7. ágúst, 1916 í Winnipeg.
Maki: 15. júní, 1876 Sigtryggur Jónasson f. í Eyjafjarðarsýslu 8. febrúar árið 1852, d. 27. nóvember, 1942 í Arborg í Manitoba.
Börn: 1. Fóstursonur Percy Chaloner f. 21. maí, 1880, hann átti skoskan föður og enska móður. Talaði lýtalausa íslensku 2. Rannveig (Rose) Taylor f. 25. september, 1877 dóttir Kristmundar Benjamínssonar og Sigurlaugar Björnsdóttur. Tekin í fóstur af John Taylor og konu hans Elizabeth. Var á heimili Sigtryggs einn vetur en flutti seinna með móður sinni til Toronto. 3. Matthías Einarsson f. 1887, sonur Einars Hjörleifssonar og Matthilde Petersen. Dó fárra mánaða.
Sigtryggur flutti vestur 1872 og hafðist við í Ontario. Til Nýja Íslands fór hann árið 1875. Tók land við Íslendingafljót og nefndi Möðruvelli. Rannveig flutti vestur til Nýja Íslands árið 1876.
Fluttu til Winnipeg 1881 og þaðan til Selkirk ári síðar. Aftur til Winnipeg 1887 og þar bjuggu þau allmörg ár.
Tók land í Framnesbyggð 1912 og nefndi Grashaga.
