Rannveig Skúladóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1831. Dáin í Pembina í N. Dakota árið 1918.
Maki: Jakob Espólín fæddist í Eyjafjarðarsýslu árið 1829, d. í N. Dakota árið 1913.
Börn: 1. Jón Magnús, fór ekki vestur 2. Sigríður f. 1866 3. Ingiríður f. 1871 dó í bólunni í Nýja Íslandi. Misstu tvö á Íslandi.
Fóru vestur til Ontario í Kanada árið 1874. Voru þar í Kinmount í eitt ár en fluttu þá til Nýja Íslands og bjuggu fyrsta árið á Gimli. Nam land í Árnesbyggð og nefndi Espihól. Vorið 1881 fluttu þau til Winnipeg en um haustið fóru þau suður í Garðarbyggð í N. Dakota. Flutti til baka til Íslands árið 1901 en undi þar illa og sneri til baka til N. Dakota. Jakob bjó síðast hjá dóttur sinni Sigríði og hennar manni, Gunnlaugi Vigfússyni í Pembina.
