Róbert Klemens Guðmundsson fæddist 10. febrúar, 1876 í Washago í Ontario. Dáinn í Duluth 2. febrúar, 1946 í Duluth í Minnesota. Robert Clemens Goodmanson vestra.
Maki: Anna Margaret Ottinger f. 6. febrúar, 1881 í N. Dakota, d. 30. september, 1965 í Duluth. Hún var af þýskum ættum.
Börn: 1. Robert Henry f. 20. mars, 1910 2. Kathryn Ann f. 1914 3. Margaret f. 1918.
Róbert var sonur Guðmundar Guðmundssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur sem vestur fóru til Ontario í Kanada árið 1874. Þau bjuggu í Washago í Ontario fram á mitt ár 1875, fóru þá austur í Markland í Nova Scotia. Þaðan fluttu þau til Duluth í Minnesota árið 1881. Árið 1910 var Róbert gjaldkeri hjá járnbrautarfélagi í Duluth en þaðan flutti hann vestur til Seattle. Hann sneri brátt til baka til Duluth því 1920 er hann bókari þar og 1930 deildarstjóri í mjólkurbúi í borginni.
