Rögnvaldur G Pétursson

ID: 6539
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1961

Rögnvaldur Gísli Pétursson fæddist 23. október, 1873 í Skagafjarðarsýslu. Dáinn á Borg á Mountain í N. Dakota 16. nóvember, 1961. Hillman vestra.

Maki: 1) 1896 Guðrún Guðlaug Jóhannesdóttir f. 13. júní, 1866, d. 25. nóvember, 1928 í Mouse River byggð. 2) 1930 Katrín Elísabet Sveinsdóttir.

Börn: 1. Anna Guðríður f. 15. júní, 1897 2. Ólafía (Olive) Helga f. 13. apríl, 1900 3. Jón Pétur (John Peter) f. 16. desember, 1901 4. Jóhannes Steinn f. 6. október, 1903 5. Leó Samson f. 24. maí, 1906 6. María (Marie) Valgerður f. 1909  7. Sigrún Valentína f. 1912.

Rögnvaldur flutti vestur til Ontario árið 1874 með foreldrum sínum, Pétri Jónssyni og Ólöfu Kjartansdóttur. Þau fóru austur í Markland í Nova Scotia og bjuggu þar til ársins 1881. Þá fluttu þau í Akrabyggð í N. Dakota þar sem Rögnvaldur ólst upp. Þar kynntist hann Guðrúnu og kvæntist þar. Þau fluttu í Mouse River byggðina árið 1898. Guðrún Guðlaug var dóttir  Jóhannesar Magnússonar og Steinunnar Jónsdóttur, sem vestur fluttu árið 1888.