ID: 18187
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1900
Dánarár : 1944
Rolfe W Skulason fæddist í Grand Forks 9. október, 1900. Dáinn í Portland, Oregon 21. ágúst árið 1944.
Maki: Elizabeth Stevens f. í Connecticut árið 1916.
Börn: 1. Dagmar f. í Connecticut 19. desember, 1929.
Rolfe var sonur Barða Skúlasonar frá Reykjavöllum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu og konu hans Charlotte Heaton Robinson í N. Dakota. Rolfe var á táningsaldri þegar hann gekk í herinn og var sendur í stríðið í Evrópu árið 1917. Barðist í Frakklandi og sneri aftur árið 1919. Nám var börnum Barða eðlilegt. Rolfe lauk B.A. námi í ríkisháskólanum í Oregon árið 1923 og prófi í lögum frá Yaleháskóla tveimur árum síðar. Hann vann í félagi við föður sinn á lögmannsstofu hans í Portland.