Rósa Gísladóttir

ID: 5321
Fæðingarár : 1866

Rósa Gísladóttir Mynd FAtV

Rósa Gísladóttir fæddist 21. maí, 1866 í Húnavatnssýslu.

Maki: 1883 Sigurður Eyjólfsson fæddist í S. Múlasýslu 7. mars, 1852. Dáinn 1. janúar, 1935.

Börn: 1. Eyjólfur Gísli, dó fárra mánaða 2. Guðný Sesselja f. 1890, d. 1961 3. Unsteinn Vilberg f. 1892, d. 1973 4. Edward Tryggvi f. 1894, d. 1964 5. Steinunn Guðfinna f. 1899 6. Guðrún Ósk f. 1902, d. 1974.

Sigurður flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með föður sínum, Eyjólfi Magnússyni, konu hans Vilborgu Jónsdóttur og systkinum árið 1876. Bróðir hans, Stefán hafði sest að í Nýja Íslandi ári fyrr og tekið land fyrir föður sinn og fjölskyldu hans. Þar hét Akranes og var í Fljótsbyggð. Þar bjó Sigurður til ársins 1902 en þá flutti hann í Víðirbyggð þar sem hann bjó síðan.