Roy H Ruth

ID: 18105
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1907

Roy Herbert Ruth Mynd VÍÆ II

Roy Herbert Ruth fæddist í Winnipeg 21. janúar, 1907.

Ókvæntur og barnlaus.

Foreldrar Roy voru Guðjón Magnússon Ruth og Guðrún Sigurðardóttir. Roy ólst upp í Argylebyggð, lauk grunnskóla-skólanámi í Brú í byggðinni árið 1922 og árið 1927 hóf hann nám í Jóns Bjarnarsonarskóla í Winnipeg og lauk því 1929. Áfram hélt námið, hann lauk prófi frá Manitoba Teachers´College 1932 og B.A prófi frá University of Manitoba í Winnipeg 1932. Fór því næst í verslunarskólanám og lauk prófi fra Success Business College 1938 og Dominion Business College 1939. Hann gerðist kennari og kenndi bæði við Grunnskóla og framhaldsskóla í Shoal Lake byggð í Manitoba.