ID: 7113
Fæðingarár : 1862
Dánarár : 1951
Sæunn Jónsdóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu 1. júní, 1862. Dáin 30. janúar, 1951.
Maki: 1883 Jón Stefánsson fæddist í Skagafjarðarsýslu 5. júní, 1861. Dáinn í Manitoba 5. september, 1939.
Börn: 1. Ingigerður Magnea f. 24. júlí, 1884, d. 14. október, 1930 2. Anna Valgerður 3. Pálmi f. 3. febrúar, 1892 4.Jón Alec 5. Stefán 6. Elín 7. Jónína Jórunn 8. Valdína Sigrún f. 21. mars, 1910.
Jón og Sæunn fóru vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 og gengu þar í hjónaband. Þau fóru til Nýja Íslands sama ár og nam Jón land vestur af Gimli. Þau bjuggu þar til ársins 1912 en fluttu þá fyrstir Íslendinga á Elm Point í norðanverðu Manitobavatni. Þar bjuggu þau til ársins 1936 þegar þau létu af búskap og fluttu í þorpið Steep Rock.