Séra Adam Þorgrímsson

ID: 20144
Fæðingarár : 1879
Dánarár : 1924

Séra Adam Þorgrímsson Mynd FSÁAB

Séra Adam Þorgrímsson fæddist 8. júlí, 1879 í Aðaldal í S. Þingeyjarsýslu. Dáinn í Lundar, Manitoba 20. nóvember, 1924.

Maki: 4. ágúst, 1905 Sigrún Jónsdóttir f. á Mýri í Bárðardal 1. september, 1886.

Börn: 1. Sif f. 18. október, 1906, d. á Akureyri 17. janúar, 1910 2. Heimir f. 28. maí, 1907 3. Hrund f. 16. júní, 1908 4. Freyr f. 11. ágúst, 1910 5. Sif f. 15. júní, 1913, d. 23. janúar, 1939 6. Þór f. 25. ágúst, 1920 7. Bragi f. 22. júní, 1922 8. Sigrún Ada f. 2. júní, 1924.

Adam flutti til Vesturheims árið 1913. Árið 1916 fór hann vestur að Kyrrahafi og las guðfræði eitt ár í prestaskóla í Seattle.  Árið 1917 hóf hann guðfræðinám í Chicago Lutheran Seminary. Hann var vígður í Winnipeg 4. maí, 1919 1919 og varð prestur Jóns Bjarnasonar safnaðarins í Hayland við norðanvert Manitobavatn.  Árið 1923 flutti hann til Lundar og þjónaði lútherska söfnuðinum þar uns hann dó. Sigrún varð eftir á Íslandi þegar Adam fór til náms 1913 en vegna heimstyrjaldarinnar komst hún ekki vestur fyrr en 1919. Fór hún þá með börnin í Hayland í Manitoba og þaðan 1923 til Lundar.