Sesselja Jónsdóttir

ID: 5558
Fæðingarár : 1889

Sesselja Jónsdóttir fæddist í Geysisbyggð 27. september, 1889..

Maki: 30. október, 1909 Tímóteus Böðvarsson f. í Mýrasýslu 2. ágúst, 1885.

Börn: 1. Böðvar Jón Skúli f. 18. júlí, 1911 2. Guðrún f. 21. janúar, 1914 3. Sigfús Halldór f. 28.febrúar, 1917 4. Hulda Ragnhildur f. 14. nóvember, 1919 5. Sesselja Margrét f. 27. október, 1926.

Sesselja var dóttir Jóns Skúlasonar og Guðrúnar Jónasdóttur, sem vestur fluttu frá Vatnsnesi árið 1890. Tímóteus flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1905 og vann ýmiss störf áður en hann nam land í Geysisbyggð. Hann nefndi það Hulduhvamm og þar bjuggu þau í 33 ár. Hann var póstafgreiðslumaður í Geysir P.O. árin 1912-1945.