
Sigbjörn Arngrímsson og Helga Jónsdóttir Mynd RoQ
Sigbjörn Arngrímsson fæddist í Garðar, N. Dakota 14. október, 1886. Dáinn í Saskatchewan 13. apríl, 1959.
Maki: 25. janúar, 1918 Helga Kristín Jónsdóttir fædd í N. Dakota 12. september, 1893, d. 9. september, 1976.
Börn: 1.Pauline f. 29. desember, 1918 2. Þórunn f. 14. október, 1920 3. Sophie f. 12. maí, 1927 4. Peter f. 12. nóvember, 1929 5. Sigríður f. 13. október, 1932.
Sigbjörn var ekki 10 ára þegar faðir hans, Arngrímur Arngrímsson lést í Garðar þar sem fjölskyldan bjó. Sigbjörn ólst upp hjá móður sinni og systkinum en 28. október, 1905 steig hann á land sitt norður af Mozart í Saskatchewan. Bræður hans, Stefán, Sigurður og Jón voru honum samferða og allir námu þar land. Móðir þeirra, Þorbjörg Magnúsdóttir flutti þangað ári síðar ásamt Soffíu, dóttur sinni.
