Sigríður Björnsdóttir

ID: 7759
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1948

Systurnar Jónína Sigríður og Dóra Þorbjörg árið 1924. Mynd O1-6H

Sigríður Björnsdóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1873. Dáin í Portage la Prairie í Manitoba 10. september, 1948.

Maki: 1896 Gunnar Þorbergsson fæddist 6. janúar, 1865 í N. Múlasýslu, d. í Mountain, N. Dakota 31. janúar, 1937. Gunnar Th. Oddsson vestra.

Börn: 1. Jónína f. 1896, d. 1902 2. Jónína Sigríður (Sigrid) f. 1906 3. Dóra Þorbjörg f. árið 1910.

Sigríður fór vestur frá Sleitustöðum árið 1876 með foreldrum sínum, Birni Jónssyni og Sigríði Þorláksdóttur. Gunnar flutti vestur til Winnipeg árið 1887, samferða móður sinni, Guðbjörgu Ögmundsdóttur og fjórum systkinum. Gunnar og bróðir hans Jóhann unnu á ýmsum stöðum í Álftavatnsbyggð og Keewatin í Ontario. Jóhann flutti til N. Dakota árið 1895, festi ráð sitt og nam land. Ári síðar fór Gunnar þangað, kvæntist Sigríði og tók land á leigu nærri Hallson. Þar bjó hann til ársins 1899, flutti þá í Brownbyggð þar sem fjölskyldan bjó í 27 ár. Fluttu þá hjónin í Hallson í N. Dakota þar sem þau voru einhver ár áður en þau enduðu á Mountain í N. Dakota. Sigríður lést á heimili dóttur sinnar, Dóru Þorbjargar í Manitoba.