Sigríður Erlendsdóttir

ID: 2505
Fæðingarár : 1842
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Dánarár : 1881

Sigríður Erlendsdóttir fæddist í Gullbringusýslu árið 1842. Dáin í Argylebyggð í Manitoba 10. ágúst, 1881.

Maki: 8. maí, 1876 í Minneapolis Skúli Árnason f. 3. október, 1851.

Börn: 1. Lára 2. Hannes 3. Guðrún. Tvö önnur börn eignuðust þau sem ekki náðu fullorðinsaldri.

Sigríður fór vestur samferða séra Jóni Bjarnasyni og konu hans árið 1873. Þau komu til Milwaukee í Wisconsin. Þar kynnist Sigríður Skúla og fluttu þau til Nýja Íslands árið 1876. Þau fluttu þaðan snemma árs 1881 í Argylebyggð þar sem Sigríður lést.