ID: 4001
Fæðingarár : 1837
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1914
Sigríður Eyvindardóttir fæddist árið 1837 í Dalasýslu. Dáin 14. júlí, 1914.
Maki: 1) Jón Jónsson d. 13. apríl, 1870 2) Lárus Frímann Björnsson.
Börn: Með fyrri manni 1. Jón f. 21. febrúar, 1857, d. 13. ágúst, 1901 2. Guðmundur f. 24. júlí, 1865, d. 24. mars, 1947. Með Lárusi 1. Lárus Sigurði 2. Gísli 3. Anna 4. Andrew 5. Gísli.
Sigríður og Lárus fluttu vestur til Ontario í Kanada árið 1874 og fóru þaðan suður til Milwaukee í Wisconsin. Þar bjuggu þau um skeið en fóru þaðan til Michigan þar sem þau bjuggu einhvern tíma. Vestur til N. Dakota lá leiðin næst með stuttri viðkomu í íslensku nýlendunni í Minnesota. Þau námu svo land í N. Dakota og bjuggu þar fram yfir aldamót en fóru þá í Mouse Riverbyggð.
