Sigríður Gunnlaugsdóttir fæddist 14. maí, 1843 í Eyjafjarðarsýslu. Dáin 28. október, 1937 í Manitoba. Sigurdson vestra.
Maki: Oddur Sigurðsson dó á Íslandi 30. október, 1878.
Börn: 1. Benóní Stefánsson f. 1867 2. Kristín Aðalbjörg f. 1874, d. 1892 3. Sigurður Snorri f. 1877 4. Oddur Tryggvi f. 1879 5. Baldvin dó nýfæddur á Íslandi 6. Stefán f. í Garðar 5. ágúst, 1884. Hann var sonur Gríms Einarssonar.
Sigríður fór vestur til Winnipeg í Manitoba með fjögur börn sín árið 1883 og þaðan í Garðarbyggð í N. Dakota. Þar nam hún land sem elsti sonur hennar Benóní annaðist að mestu. Seinna gaf hún honum landið en bjó hjá honum og fjölskyldu hans til ársins 1900 en flutti þá í Brownbyggð í Manitoba en þangað höfðu flutt synir hennar Sigurður Snorri og Oddur Tryggvi árið áður. Sigríður missti sjónina árið 1910 og var þá flutt til Stefáns sonar síns en hann var þá líka fluttur í Brownbyggð.