ID: 1471
Fæðingarár : 1860
Fæðingarstaður : Rangárvallasýsla
Dánarár : 1951
Sigríður Jónsdóttir fæddist í Rangárvallasýslu árið 1860. Dáin 1951 í Manitoba.
Maki: 1895 Jón Einarsson f. í N. Þingeyjarsýslu árið 1871, d. í Manitoba árið 1945.
Börn: 1. Margrét 2. Sigurþór 3. Einar Malvin f. 1900, d. 1956 4. Guðjón Ólafur f. 1904, d. 1960 öll fædd vestanhafs.
Sigríður fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1893 en Jón fór þangað árið 1894 með föður sínum Einari Eiríkssyni og fósturdóttur hans, Margréti Jónsdóttur. Jón settist að í Árnesbyggð í Nýja Íslandi en flutti á Red Deer Point árið 1903, námu land og byggðu bæ og nefndu Brautarholt. Fóru þaðan 1912 til Winnipegosis.
