Sigríður L Freeman

ID: 16307
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1883
Fæðingarstaður : N. Dakota

Sigríður Lára Jónsdóttir (Freeman) fæddist í Akrabyggð í N. Dakota 2. desember, 1883.

Maki: 1. desember, 1901 Sigurður Guðni Árnason f. í S. Þingeyjarsýslu 29. nóvember, 1868, d. 15. apríl, 1947 í N. Dakota.

Börn: 1. Jóna Helga Jakobína f. 21. september, 1902 2. Guðrún Sigríður f. 29. júlí, 1904 3. Ragnheiður Jóhanna f. 28. desember, 1906 4. Guðmundur f. 7. september, 1908 5. Ágúst Kristinn Ingimar f. 3. október, 1910 6. Guðfinna Fjóla f. 11. febrúar, 1912 7. Hjartfríður Lilja f. 16. desember, 1914 8. Sigurrós Unnur f. 15. desember, 1916 9. Ólafur f. 19. júní, 1919 10. William f. 18. ágúst, 1921 d. 4. nóvember, 1961.

Sigurður fór einsamall vestur um haf árið 1888 og eftir stutta dvöl í Winnipeg í Manitoba flutti hann til N. Dakota. Hann gerðist bóndi í Upham árið 1901 og bjó þar á landi sínu til ársins 1924 en flutti þá í Vatnabyggð í Saskatchewan og settist að í Wynyard. Þaðan lá svo leiðin til baka til N. Dakota árið 1942. Sigríður Lára var dóttir hjónanna Jón Jónssonar Freeman og Helgu Jakobínu Ólafsdóttur. Sigríður bjó síðustu ár sín í Portland í Oregon.