Sigríður Magnúsdóttir

ID: 15303
Fæðingarár : 1871
Fæðingarstaður : S. Þingeyjarsýsla
Dánarár : 1918

Sigríður Magnúsdóttir fæddist í S. Þingeyjarsýslu 16. janúar, 1871. Dáin 7. október, 1918.

Maki: 1898 . Magnús Brynjólfsson f. í Húnavatnssýslu 28.maí, 1866, d. í Cavalier í N. Dakota 16. júlí, 1910.

Upplýsingar um vesturför Sigríðar og nánara um lífshlaup hennar vestra vantar.Magnús fór vestur til Ontario í Kanada með foreldrum sínum og systkinum árið 1874. Þau bjuggu í Kinmount fyrsta veturinn en fluttu til Marklands í Nova Scotia ári seinna. Voru þar til ársins 1881 en á fór fjölskyldan vestur til Duluth í Minnesota. Ári seinna var svo farið vestur í Thingvallabyggð í N. Dakota. Magnús gekk eitthvað í skóla í íslensku byggðinni í Marklandi og eins í N. Dakota. Bjó alla tíð í N. Dakota.