ID: 1105
Fæðingarár : 1870
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Sigríður Þorkelsdóttir fæddist árið 1870 í Árnessýslu. Mrs. Elson vestra.
Maki: Halldór Eyjólfsson f. í Árnessýslu árið 1866. Dáinn 18. október, 1901.
Börn: 1. William 2. Albert. Upplýsingar vantar um önnur tvö börn þeirra.
Fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887. Þau námu land sama ár í Þingvallabyggð í Saskatchewan. Þau stunduðu búskap nokkur ár en vegna veikinda Halldórs hættu þau því og fluttu í smábæinn Saltcoats. Þar opnaði Halldór járnvöruverslun og rak til dauðadags. Að honum látnum flutti Sigríður til Winnipeg og bjó þar ásamt fjórum börnum þeirra.