
Sigurbjörn Guðmundsson Mynd WtW

Guðrún Jóhannesdóttir og Þuríður Mynd WtW
Sigurbjörn Guðmundsson fæddist í Dalasýslu 5. janúar, 1850. Dáinn í Lundarbyggð 12. nóvember, 1930.
Maki: 1) Guðrún Jóhannesdóttir f. 8. júní, 1849, d. í Winnipeg 1883. 2) Gróa Magnúsdóttir f. í Árnessýslu árið 1854, d. í Lundar 1936.
Börn: Með Guðrúnu 1. Þorbjörg f. 30. júlí, 1874, d. 13. september, 1901 í Winnipeg 2. Þuríður f. 29. maí, 1877, d. 22. apríl, 1961 3. Sigríður Margrét f. 1876 fór ekki vestur. Sigurbjörn átti ekki barn með Gróu en hún átti dóttur fyrir, Halldóru og gekk Sigurbjörn henni í föðurstað.
Sigurbjörn og Guðrún fóru vestur með dætur sínar til Winnipeg í Manitoba árið 1883. Ferðalagið reyndist Guðrúnu um megn, hún lést í Winnipeg fáeinum vikum eftir komuna þangað. Sigurbjörn kom dætrum sínum fyrir hjá vinum í borginni en sjálfur stundaði hann járnbrautarvinnu fyrir utan borgina. Gróa fór vestur um haf með foreldrum sínum, Magnúsi Einarssyni og Ragnhildi Magnúsdóttur árið 1887. Bróðir hennar Magnús, fór vestur til Winnipeg árið áður og þaðan í Þingvallabyggð í Saskatchewan. Þar nam hann sjálfur land og einnig annað í nafni föður síns. Þangað fór Gróa árið 1887.
