
Sigurbjörn Sigurðsson Mynd VÍÆ I
Sigurbjörn Sigurðsson fæddist í Árnesi í Nýja Íslandi 6. október, 1892.
Maki: 25. ágúst, 1915: Kristbjörg Jónsdóttir f. 15. febrúar, 1884 í Vopnafirði.
Börn: 1. Haraldur Sigurbjörn f. 14. febrúar, 1916 2. Agnes Helga f. 24. apríl, 1917 3. Friðrik f. 15. maí, 1918 4. Louise Jóna f. 1. nóvember, 1919 5. Baldur f. 29. janúar, 1921 6. Helen Kristbjörg f. 1. júlí, 1922 7. Thora f. 17. nóvember, 1923.
Sigurbjörn var sonur Sigurðar Sigurbjörnssonar og Snjólaugar Jóhannesdóttur landnema í Nýja Íslandi. Hann gekk í miðskóla í Árnesi, verslunarskóla í Winnipeg og lagði þar stund á söngfræði hjá Steingrími Hall, tónskáldi þar í borg. Hann gerðist ungur kaupmaður í Riverton en árið 1940 var hann ráðinn umsjónarmaður fiskveiða í fylkinu ,Director of Fisheries. Hann vann þar til ársins 1960, flutti þá vestur til Vancouver. Hann var söngstjóri í lútersku kirkjunni í Winnipeg og einnig Karlakórs Íslendinga þar. Hann samdi nokkur sönglög og sálma.