Sigurður Andrésson

ID: 1804
Fæðingarár : 1855
Fæðingarstaður : Rangárvallasýsla

Sigurður Andrésson og Ólína María Björnsdóttir með eitt barna sinna. Mynd SÍND

Sigurður Andrésson fæddist árið 1855 í Rangárvallasýslu. Anderson vestra.

Maki:1888 Ólína María Bjarnardóttir f. 9. nóvember, 1865 í Skagafjarðarsýslu. Dáin 1924.

Börn: Fyrir hjónaband. 1. Guðbjörg f. 1873 2. Sigurður f. 1878 3. Stefán f. 1886.  Með Ólínu Maríu: 1. Andrew (Andrés) f. 1890 2. Harold d. 7 ára 3. Sigríður d. 5 ára 4. Egill f. 5. apríl,1895 5. Vilhjálmur (Wilhelm) f. 1897 6. Gustaf Adolf 7. Valdemar  8. Haraldur f. 22. október, 1906. Ólína missti mann sinn, Egil Gíslason árið 1886. Með honum átti hún syni tvo: 1. Sveinbjörn f. 10. desember, 1884 í Hallson, N.D. 2. Guðmund. Öll börning skráð Anderson í manntali 1895.

Sigurður fór vestur árið 1886 og settist að í Hallson, N. Dakota. Ári seinna fór Þuríður Gottskálksdóttir vestur með börn þeirra, Guðbjörgu, Sigurð og Stefán  Sigurður og Ólína bjuggu í Hallson í átta ár en fluttu þaðan til Roseau í Minnesota. Þaðan lá leiðin að fáeinum árum liðnum í Pine Valley byggðina í Manitoba. Reistu þar bú á landi sínu og bjuggu þar til ársins 1918, fluttu þá til baka til Hallson í N. Dakota. Stundum var sveitin vestur af Hallson kölluð Beaulieubyggð. Sigurður var einhver ár eftir það vestur við haf í Blaine en sneri seinna aftur til N. Dakota.