ID: 4867
Fæðingarár : 1850
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1933

Sigurður Jóhannsson Mynd Dm lll
Sigurður Jóhannsson fæddist 24. ágúst, 1850 í Dalasýslu. Dáinn í Vancouver í Kanada 18. desember, 1933.
Maki: 11. nóvember, 1880 Solveig Kristjánsdóttir f. 1859 í Ísafjarðarsýslu, d. 5. febrúar, 1921.
Börn: Þau eignuðust átta börn, þrjú dóu á Íslandi en fimm í Kanada. 1. Sigurveig f. 1880 2. Ingibjörg f. 1884 3. Jóhann f. 1886 4. Solveig f. 1889. Fóru vestur með foreldrum sínum, upplýsingar vantar um 5. barnið sem vestur fór.
Þau fluttu vestur frá Reykjavík árið 1892 og foru til Winnipeg. Þar voru þau einhvern tíma áður en þau settust að í Keewatin í Ontario þar sem þau bjuggu í 12 ár. Þaðan lá leiðin vestur að Kyrrahafi, voru fyrst á Point Roberts skaganum í Washington en fóru þaðan til Vancouver.
