Sigurður Jónasson fæddist í Wisconsin 10. september, 1873. Sigurdur Olafson, Sigurdur Stone Olson eða S.S.Olson vestra.
Maki: Berth B. f. á Íslandi um 1881.
Börn 1. Wallace f. 1900 2. Evangeline f. 1904 3. Carl f. 1905 4. Edith f. 1911 5. Merle f. 1916.
Sigurður var sonur Jónasar Ólafssonar og konu hans Margrétar Ingjaldsdóttur. Þau fluttu vestur til Kanada árið 1873 og voru fyrst í Wisconsin. Þaðan lá leiðin til Minnesota þar sem þau settust að í Lincoln sýslu. Þar ólst Sigurður upp og varð trésmiður. Starfaði við húsbyggingar víða í Bandaríkjunum. Ekkert er vitað um uppruna konu hans annað en að í manntali árið 1910 er hún sögð hafa fæðst á Íslandi. Benda má á að kvenkynsnöfnum eins og Elínborg, Sigurbjörg og Sigurborg var iðulega breytt í Bertha.
