
Sigurður Jónsson Mynd VÍÆ lll

Þóra Ásmundsdóttir Mynd VÍÆ lll
Sigurður Jónsson fæddist í Snæfellsnessýslu 7. maí, 1881. Johnson vestra.
Maki: 11. febrúar 1913 Þóra Ásmundsdóttir f. 15. október, 1892.
Börn: 1. Valtýr Bergman f. 22. febrúar, 1914 2. Esther Margrét f. 25. mars, 1916 3. Herbert Skúli f. 16. apríl, 1918 4. Harald f. 15. janúar, 1921 5. Anna Christine f. 14. desember, 1922 6. Raymond Wesley f. 18. mars. 1931 7. John Randolph f. 30. desember, 1933.
Sigurður flutti vestur til Kanada árið 1888 með foreldrum sínum, Jóni Guðmundssyni og Kristínu Þórðardóttur. Þau settust að í Tantallon í Saskatchewan. Þar ólst Sigurður upp en árið 1899 gekk hann í kanadíska herinn og var í Búastríðinu í S. Afríku frá 1900-1902. Þóra flutti vestur til Tantallon árið 1904. Sigurður sneri aftur til Saskatchewan frá S. Afríku og stundaði þar landbúnaðarstörf til ársins 1914, gerðist þá kornkaupmaður til ársins 1944. Þá fluttu hann og Þóra til Winnipeg og bjuggu í fjögur ár þar í borg. Fluttu þá vestur að Kyrrahafi þar sem þau bjuggu eftir það.
