
Sigurður Jósefsson Mynd VÍÆ II
Sigurður Jósefsson fæddist 10. maí, 1885 í N. Múlasýslu.
Maki: 1) Hallfríður Guðmundsdóttir f. í N. Múlasýslu 5. júní, 1885, d. 16. febrúar, 1915 í Saskatchewan 2) 24. janúar, 1925 Klara (Clara) Jóhannsdóttir f. í Reykjavík 7. september, 1904, d. í Winnipeg 14. ágúst, 1944.
Börn: Með Hallfríði 1. Hallfreð Sigurður f. 14. janúar, 1914. Með Klöru 1. Margrét Ása f. 7. júlí, 1925 2. Clara f. 2. ágúst, 1927.
Sigurður flutti vestur til Manitoba árið 1905 og vann þar um skeið við landbúnað. Flutti seinna til Saskatchewan þar sem vann hjá bændum en var svo með eigin búskap í Tantallon í fimm ár. Flutti þá vestur að Kyrrahafi og vann við matreiðslu á flutningsskipum við ströndina. Hallfríður fór vestur árið 1903, sama ár og faðir hennar Guðmundur Sigurðsson sem þá var ekkill. Klara flutti vestur árið 1912, með foreldrum sínum, Jóhanni Sigmundssyni og Þórdísi Sigurðardóttur.