Sigurður Magnússon

ID: 19050
Fæðingarár : 1852
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla

Sigurður Magnússon fæddist 19. júní, 1852 í Borgarfjarðarsýslu.

Maki: 1) Kristín Lilja Brynjólfsdóttir f. 1858 í Húnavatnssýslu, d. 1889 í Winnipeg. 2) Una Jónsdóttir f. 25. september, 1858 í Húnavatnssýslu.

Börn: Með Kristínu 1. Sigþrúður fædd í Winnipeg. Með Unu 1. Sigurður 2. Björn f. 13. september, 1894 3. Magnús f. 2. júlí, 1896 4. Kristín Theodóra. Fyrir átti Una Ásu og Friðlund.

Sigurður fór vestur árið 1888 og settist að í Winnipeg. Kvæntist Kristínu Lilju sama ár. Hún var dóttir Brynjólfs (Brynjúlfs?) Halldórssonar og Kristjönu Guðmundsdóttur á Efri-Torfastöðum í Húnavatnssýslu. Sigurður vann mest við trésmíði í Winnipeg til ársins 1905 en flutti þá með fjölskyldu sína í Pine Valley byggð og hóf þar búskap. Árið 1930 fluttu þau hjón í Piney þorpið.