
Sigurður Sigurðsson Mýrdal Mynd VÍÆ II

Valgerður Jónsdóttir Mynd VÍÆ II
Sigurður Sigurðsson fæddist í V. Skaftafellssýslu 15. nóvember, 1844. Dáinn 24. júní, 1926 á Point Roberts. Mýrdal vestra.
Maki: 1) 1870 Valgerður Jónsdóttir f. 28. júní, 1843, d. 10. maí, 1912 í Victoria í Bresku Kolumbíu. 2) 6. maí, 1915, Jónína Solveig Brynjólfsdóttir f. 14. ágúst, 1858, d. 18. maí, 1926 á Point Roberts.
Börn: Með Velgerði 1. Sigurður f. 22. ágúst, 1871, d. 30. apríl, 1878 í Nýja Íslandi 2. Árni f. 19. október, 1872, d. 25.mars, 1966 á Point Roberts 3. Anna f. 21. janúar, 1874 d. 23. desember,1876 í Nýja Íslandi 4. Valgerður f. 10 mars, 1875, d. 9. apríl, 1878 í N. Íslandi 5. Anna f. 23. júlí, 1877, d. 1897 í Victoria 6. Sigurjón f. 24. maí, 1879 í Mikley 7. Valgerður f. 5. apríl, 1882 í Pembinabyggð 8. Margrét f. 10. apríl, 1887. Jónína átti þrjá syni af fyrra hjónabandi, þá Brynjólf f. á Íslandi, Þórarinn Hjört f. 29. júlí, 1889 í Mikley og Ágúst í Mikley. Ein dóttir, Vilborg fór með foreldrum sínum vestur.
Sigurður og Valgerður fluttu vestur árið 1876 til Winnipeg í Manitoba og þaðan rakleitt til Nýja Íslands. Þar bjuggu þau til ársins 1880 en þá fluttu þau suður til Pambina í N. Dakota. Þau fóru þaðan vestur til Victoria í Bresku Kólumbíu árið 1887 og bjuggu þar um hríð en fluttu svo þaðan árið 1894 á Point Robert skagann í Washingtonríki. Voru þar einhver ár en sneru aftur til Victoria. Sigurður flutti svo árið 1914 á Point Roberts skagann og bjó þar til æviloka. Jónína flutti vestur árið 1887 með manni sínum, Ámunda Gíslasyni. Þau settust að í Nýja Íslandi.
