Sigurður Sigurðsson fæddist 23. júlí, 1851 í N. Múlasýslu. Sam Sigurdson vestra.
Maki: Aðalbjörg, upplýsingar vantar. Nellie eða Ella vestra.
Börn: 1. Fannie May f. 19. maí, 1892 2. Rósa f. 20. október, 1894 3. Daisy f. 27. ágúst, 1897 4. Dóra f. 1907.
Sigurður var bróðir Daníels sem vestur fór árið 1873. Hann fór vestur til Minnesota fyrir 1885 en það ár er hann skráður til heimilis í bænum Marshall. Ekki er ljóst hverra manna Aðalbjörg er eða hvaða ár hún flutti vestur en saman búa þau svo í Minneapolis upp úr 1890 þar sem börnin fæðast og þar var Fannie May fyrta, íslenska barnið sem skírt var í borginni. Séra Níels Steingrímur Þorlákssona skírði. Strumur vestur í nýju byggðina í Saskatchewan frá Minnesota og N. Dakota fór ekki framhjá þeim og árið 1905 er fjölskyldan þangað komin.
