
Hjálmfríður Hjálmarsdóttir Mynd FVTV
Sigurður Þorleifsson fæddist 20. september, 1859 í Rangárvallasýslu. Sigurdur Thor Leifson í Utah. Dáinn 20. nóvember, 1922.
Maki: 1) Guðný Jónsdóttir f. 16. júlí, 1858, d. 20. desember, 1891 2) 11. nóvember, 1893 Hjálmfríður Hjálmarsdóttir f. í Vestmannaeyjum 18. október, 1859, d. 6. mars, 1922.
Börn: Með Guðnýju 1. John Arthur f. 9. október, 1890, d. 7. desember, 1891 í Spanish Fork. Með Hjálmfríði 1. Juren Victor f. 8. júní, 1894, d. 1983 2. Johan f. 1895, d. sama ár 3. Albert Theodore f. 1896, d. sama ár 4. Mary Stanan f. 1897, d. 1912 5. Dorothy Gudrun f. 1900, d. 1984 6. Leo f. 1903, d. 1979
Sigurður flutti frá Vestmannaeyjum árið 1884 vestur til Mountain í N. Dakota þar sem hann var stuttan tíma. Fór þaðan til Spanish Fork í Utah. Guðný fór vestur 1889, Hjálmfríður fór utan 1891.
