Sigurlaug Rafnsdóttir

ID: 20048
Fæðingarár : 1877
Dánarár : 1961

Sigurlaug Rafnsdóttir fæddist í Gullbringusýslu 14. maí, 1877. Dáin í Seattle 20. september, 1961.

Maki: Sófónías Björnsson f. 6. nóvember, 1879 í N. Þingeyjarsýslu, d. 20. febrúar, 1931 í Seattle í Washington. Zophonias Johnson vestra.

Börn: 1. Sigurbjörn f. í Seattle 24. nóvember, 1920.

Sófónías fór vestur til Kanada árið 1886 með foreldrum sínum, Birni Jónssyni og Sigríði Emilíu Halldórsdóttur úr N. Þingeyjarsýslu. Þau settust að í Calgary í Alberta. Sigurlaug var dóttir Rafns Guðmundssonar og Guðrúnar Þóroddsdóttur. Sófónías ólst upp hjá foreldrum sínum í Kanada og var prentari. Hann barðist í Búastríðinu í S. Afríku um aldamótin, sneri aftur til heimahaganna í Alberta en flutti þaðan árið 1906 vestur að Kyrrahafi og settist að í Seattle. Bjó þar til dauðadags. Sigurlaug flutti þá til sonar síns í Seattle.