Sigurrós Guðrún Jónsdóttir fæddist 18. desember, 1865 í Húnavatnssýslu. Dáin í Manitoba 1. mars, 1947
Maki: 20. nóvember, 1888 Albert Sigursteinsson fæddist í N. Þingeyjarsýslu 1867, d. 9. maí, 1933 í Hnausabyggð í Nýja Íslandi.
Börn: 1. Sigursteinn f. 5. september, 1889, d. 1. apríl, 1965. 2. Sigurjóna (Jona) f. 1891, d. 1994 3. Guðrún Sigríður f. 1893, d. 1965 4. Rannveig Jófríður f. 1895, d. 1991 5. Kristján f. 1897, d. 16. febrúar, 1970 6. Guðlaug (Lauga) f. 1900, d. 1990. 7. Sigrún f. 1902, d. 1996 8. Emilía Ingibjörg f. 1907, d. 2001.
Sigurrós fór vestur með sínum foreldrum, Jóni Árnasyni og Sigurlaugu Jónsdóttur, árið 1886. Þau settust að í Hnausabyggð. Albert fór vestur með föður sínum, Sigursteini Halldórssyni og stjúpmóður, Sigríði Jónsdóttur, árið 1876. Þau settust að í Hnausabyggð í Nýja Íslandi, þar hét Nýibær. Albert og Sigurrós námu land í Geysirbyggð árið 1889 og nefndu það Selsstaði. Þar bjuggu þau til ársins 1931 en þá fluttu þau í Hnausabyggð.
