ID: 2007
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Skafti Sæmundur Halldórsson fæddist í Reykjavík 20. febrúar, 1873.
Maki: Júlíana Böðvarsdóttir f. í Mýrasýslu árið 1873.
Börn: 1. Skapti f. 16. apríl, 1896 í Mountain,ND. d. 1953 2. Böðvar Júlíus f. 24. febrúar, 1899 í Mountain. Upplýsingar vantar um önnur börn þeirra.
Skafti flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887, var þar einhvern tíma en flutti þaðan suður í Þingvallabyggð í N. Dakota. Þar bjó móðir hans, Jóhanna Kristjana Skaptadóttir, dóttir Skapta Sæmundssonar læknis í Reykjavík. Júlíana fór 1887 vestur til Winnipeg, samferða systur sinni Þorbjörgu og hennar manni, Eggerti Sigurðssyni. Skafti og Júlíana gengu í hjónaband í N. Dakota og námu þar land. Fluttu norður til Nýja Íslands um 1900 og námu land norður af Árnesi.
