ID: 17262
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1914

Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir Mynd VÍÆ I
Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir fæddist í Árborg í Manitoba 5. nóvember, 1914.
Ógift og barnlaus.
Snjólaug var dóttir Sigurjóns Sigurðssonar, kaupmanns í Árborg og seinna í Winnipeg og konu hans, Jónu Guðríðar Jónsdóttur. Snjólaug gekk í miðskóla í Winnipeg þar sem hún svo stundaði nám í söng. Hélt því námi svo áfram í New York. Hún tók menntastig í söngfræði og hljómlist, L.L.M., í Winnipeg (Licentiate of Music), L.R.S.M. (Licentiate Royal School of Music, London, England) og A.R.C.T. (Associate Royal Conservatory, Toronto). Meir um Snjólaugu í Atvinna að neðan.