ID: 20277
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1914
Snjólaug Sveinbjörnsdóttir fæddist í Nýja Íslandi 7. júlí, 1914. Snjólaug tók föðurnafn afa síns Jóns Eiríkssonar en eftir giftingu var hún Stevens.
Maki: Clifford Jónsson f. í Nýja Íslandi. Faðir Clifford skrifaði sig Jón G. Stevens.
Börn: 1. Clifford 2. JoAnne.
Snjólaug var dóttir Sveinbjörns Jónssonar og Sigþrúðar Gísladóttur í Nýja Íslandi. Foreldrar Clifford voru Jón Guðnason og Jóhanna Hansdóttir á Gimli. Clifford var skipstjóri á Winnipegvatni en seinna hefur hann verið fiskeftirlitsstjóri á vatninu. Snjólaug tók alla tíð mikinn þátt í líknarmálum á Gimli, var organisti í Lúthersku kirkjunni þar og öglug í félagsmálum.