Soffía Þorsteinsdóttir

ID: 1997
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1876

Aðalbjörg Soffía Þorsteinsdóttir Mynd VíÆ I

Aðalbjörg Soffía Þorsteinsdóttir fæddist 3. júní, 1876 í N. Múlasýslu. Soffía Þorsteinsdóttir Bíldfell vestra

Maki: 7. apríl, 1903 Jón Jónsson f. 1. maí, 1870 að Bíldsfelli í Árnessýslu, d. 17. ágúst, 1955. Bíldfell vestra.

Börn: 1. Hrefna Þjóðbjörg f. 17. desember, 1903 2. Jón Aðalsteinn f. 16. október, 1905 3. Sylvia Jakobína f. 4. ágúst,1907.

Soffía flutti vestur til Winnipeg árið 1897 og bjó þar alla tíð. Hún kenndi í frumbyggjaskóla í Middlechurch í Manitoba fáein ár. Hún vann mikið og gott starf í kvenfélagi Fyrstu lúthersku kirkju í Winnipeg og var ritari félagsins í nokkur ár.  Jón flutti vestur til Manitoba árið 1888. Hann vann við skógarhögg og járnbrautalagningu í þrjú ár áður en hann fór í skóla. Hann lauk prófi í verslunarskóla í Winnipeg og fór í gullleit til Klondyke. Sneri aftur til Winnipeg og hóf fasteignasölu.